fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Drápsæði í Wisconsin

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 17:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að þriðjungur úlfastofnsins í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið drepinn af veiðimönnum síðan í febrúar en þá tilkynnti alríkisstjórnin að þeir teldust ekki lengur í útrýmingarhættu og því mætti veiða þá.

Aðeins var heimilt að veiða úlfa á ákveðnu tímabili í febrúar en það virðist ekki hafa haldið aftur af öllum og er talið að veiðiþjófar hafi stundað úlfaveiðar eftir það. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við Univeristy of Wisconsin.

Til stendur að heimila aftur veiðar á ákveðnum fjölda úlfa í Wisconsin í nóvember en Adrian Treves, sem vann að rannsókninni, telur að það sé ekki skynsamlegt og telur að yfirvöld í öðrum ríkjum eigi að hafa í huga hvernig málin hafa þróast í Wisconsin. Hann sagði að það að fjarlægja úlfa af lista yfir dýr í útrýmingarhættu í janúar, sem var gert skömmu áður en Donald Trump lét af embætti forseta, hafi opnað fyrir löglegar og ólöglegar veiðar á þeim.

Mjög er þrýst á ríkisstjórn Joe Biden að færa úlfa aftur í flokk dýra í útrýmingarhættu.

Eftir að úlfar voru teknar af lista yfir dýr í útrýmingarhættu hugðust yfirvöld í Wisconsin leyfa veiðar á þeim í nóvember en urðu að heimila þær í febrúar eftir að samtök veiðimanna höfðu sigur fyrir dómi og fengu útgefna fyrirskipun um að veiðar skyldu heimilaðar. Yfirvöld stöðvuðu þó veiðarnar eftir skamman tíma þegar búið var að skjóta 218 úlfa en kvótinn var 119 dýr. Vísindamenn við Wisconsin University áætla að veiðiþjófar hafi drepið 95 til 105 úlfa þessu til viðbótar frá því í nóvember og fram í miðjan apríl. Nú telji úlfastofninn í ríkinu 695 til 751 dýr en þau hafi verið að minnsta kosti 1.034 vorið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing