fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Sögulegur dómur í Kaliforníu – Bann við sjálfvirkum skotvopnum fellt úr gildi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 16:00

AR15 árásarriffill. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roger Benitez, alríkisdómari í Kaliforníu, kvað á föstudaginn upp sögulegan dóm þegar hann dæmdi bann yfirvalda í Kaliforníu við sjálfvirkum skotvopnum ólöglegt. Í dómsorði segir hann að bannið komi á ólöglegan hátt í veg fyrir að íbúar í ríkinu geti átt vopn sem eru lögleg í fjölda annarra ríkja Bandaríkjanna.

Frá 1989 hefur verið bannað að eiga sjálfvirk skotvopn í Kaliforníu og frá því að bannið tók gildi hafa vopnalögin verið uppfærð nokkrum sinnum.

Gavin Newsom, ríkisstjóri, gagnrýndi dóminn. „Þetta er bein ógn við almennt öryggi og líf saklausra Kaliforníubúa, punktur,“ sagði hann.

Í 94 blaðsíðna dómi sínum lýsir Benitez yfir stuðningi við sjálfvirk skotvopn. „Eins og vasahnífur er hinn vinsæli AR 15 riffill fullkominn blanda til verndar heimilinu og til verndar ættjörðinni,“ segir í dómnum.

Ríkissaksóknari Kaliforníu styður bannið og bendir á að þau vopn sem bannið nær til séu mun hættulegri en aðrar tegundir vopna. Hann bendir einnig á að vopn sem þessi komi mjög oft við sögu í fjöldamorðum og almennt þegar afbrot eru framin. Hann hefur nú 30 daga til að áfrýja niðurstöðunni. Newsom sagði að ríkið muni ekki gefast upp og muni halda áfram baráttunni fyrir að vopnalögin byggi á almennri skynsemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol