fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Lögreglan ætlaði að uppræta kannabisræktun – Byggingin var notuð í eitthvað allt annað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. júní 2021 23:30

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í West Midlands í Bretlandi réðst nýlega til inngöngu í stóra byggingu í héraðinu. Talið var að þar færi umfangsmikil kannabisræktun fram því upplýsingar höfðu borist um stöðugar mannaferðir inn og út úr húsinu og það á öllum tímum sólarhringsins. Að auki lá mikið af leiðslum inn í bygginguna og margir loftstokkar voru á henni. Lögreglan flaug dróna yfir bygginguna og mældi hann mikið hitaútstreymi frá henni. Allt eru þetta klassísk merki um að kannabisræktun sé í gangi.

Lögreglan réðst því til inngöngu og komst þá að því að alls engin kannabisræktun fór fram í byggingunni. En hún var full af tölvum sem voru á fullu við að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Rafleiðsla lá síðan í tengibox raforkufyrirtækis og sá tölvunum fyrir rafmagni án vitundar orkufyrirtækisins. The Guardian skýrir frá þessu.  

Það þarf mikla raforku þegar grafið er eftir Bitcoin og því hafði raflögn verið lögð framhjá rafmagnsmælinum til að draga úr kostnaðinum. Það er ekki ólöglegt að grafa eftir Bitcoin en það er að sjálfsögðu ólöglegt að stela rafmagni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku