fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Stefna lyfjaframleiðendum og lyfjadreifingarfyrirtækjum fyrir þeirra þátt í ópíóíðafaraldrinum – 500.000 hafa látist

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 23:00

Ópíóíðar eru stórhættulegir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari í New York ríki og tvær sýslur í ríkinu hafa stefnt sjö lyfjaframleiðendum og lyfjadreifingarfyrirtækjum fyrir dóm og saka þau um að hafa valdið dauða og hörmungum í sýslunum með framleiðslu og sölu ópíóíða.

Þetta eru fyrstu réttarhöldin, þar sem kviðdómur kemur við sögu, tengd ópíóíðafaraldrinum sem hefur herjað á Bandaríkin síðustu tuttugu árin. Talið er að um 500.000 manns hafi látist af völdum neyslu ópíóíða á þeim tíma.

Saksóknarar halda því fram að lyfjafyrirtækin hafi með blekkingum haldið því fram að ópíóíðar séu hættulaus lyf og að dreifingarfyrirtækin hafi hunsað viðvaranir um að mikið magn af lyfjunum væri selt á svarta markaðnum.

Talið er að um 500.000 manns hafi látist af völdum ofneyslu ópíóíða í Bandaríkjunum á síðustu tuttugu árum. Í New York ríki er talið að um 3.000 manns hafi látist árlega af völdum ofneyslu lyfsins.

Málareksturinn í New York beinist gegn lyfjafyrirtækjunum, sem framleiða ópíóíða, dreifendum lyfsins og dótturfyrirtækjum þeirra. Upphaflega var lyfjaverslunum einnig stefnt en þær gerðu sátt í málinu.

Um helgina féllst lyfjarisinn Johnson & Johnson á að greiða 230 milljónir dollara í bætur til að sleppa við málshöfðun í New York.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol