fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Heimsfaraldurinn sækir í sig veðrið í Suður-Ameríku og Mið-Ameríku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 07:00

Ástandið er skelfilegt í Brasilíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæsta dánartíðnin af völdum COVID-19 er í Suður-Ameríku og Karíbahafi ef miðað er við íbúafjölda. Pan-amerísku heilbrigðissamtökin Paho segja að fjöldi smita fari nú vaxandi í Suður-Ameríku og Mið-Ameríku en sömu sögu er ekki að segja frá Norður-Ameríku.

Í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó fer smitum nú fækkandi en þróunin er á hinn veginn í Suður-Ameríku og Mið-Ameríku. Mesta aukningin er í Kólumbíu en þar hefur smitum fjölgað þrefalt í sumum héruðum. Í Brasilíu fer smitum og sjúkrahúsinnlögnum einnig fjölgandi.

Ástandið er einnig slæmt á Haítí en þrátt fyrir mikla fjölgun dauðsfalla fara íbúarnir ekki eftir ráðleggingum yfirvalda um að stunda félagsforðun og raunar hunsa íbúarnir flestar þær ráðleggingar sem yfirvöld senda frá sér varðandi sóttvarnaaðgerðir.

Talsmenn Paho segja að núna sé það þróunin á Haítí sem valdi þeim mestum áhyggjum en það þykir þó ljós í myrkrinu að yfirvöld þar hafa ákveðið að hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca sem er sent til fátækra ríkja á vegum Covax-samstarfsins sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur yfirumsjón með.

Í Suður-Ameríku og Karíbahafi hafa rúmlega 33 milljónir smita greinst og rúmlega ein milljón dauðsfalla hefur verið skráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu