fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Er líf þarna úti? Vísindamenn leita að stórum byggingum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 07:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef vitsmunaverur eru til utan jarðarinnar þá er ekki útilokað að þær hafi smíðað risastór sólarorkuver á braut um stjörnur, stundum nefnt Dyson-himinhvel. Dyson-himinhvel er byggt á kenningu Freeman Dyson frá því á sjöunda áratug síðustu aldar en hann taldi að hægt væri að finna líf utan jarðarinnar með því að leita að innrauðum geislum frá risastórum mannvirkjum á borð við slík sólarorkuver. Nú leita vísindamenn að risastórum byggingum á borð við þetta en standa frammi fyrir þeim vanda að þeir vita ekki hvernig slíkir hlutir líta út.

Ef vitsmunaverur utan jarðarinnar, ef þær eru á annað borð til, líkjast okkur mönnunum eitthvað þá kallar þróun samfélags þeirra á sífellt meiri orku. Af þeim sökum er talið að þær gætu byggt sólarorkuver á braut um stjörnur pláneta sinna til að anna orkuþörf sinni.

SETI (Search for Extraterrestrial Intelligence) hefur leitað að ummerkjum um líf utan jarðarinnar áratugum saman en aðeins smá hluti af þeirri leit hefur beinst að leit að byggingum. Aðaláherslan hefur verið á útvarpsmerki.

En stjörnufræðingar leita að slíkum ummerkjum og nú er unnið að nákvæmri kortlagningu til að reyna að finna stjörnur sem líklegt má teljast að búið sé að koma sólarorkuverum fyrir á braut um. Þessi vinna hefur nú þegar skilað því að nokkrar stjörnur eru taldar koma til greina og nú er verið að hugleiða af alvöru hvernig eigi að staðfesta að ef eitthvað risastórt er á braut um þær sé það gert af vitsmunaverum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal