fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Lögfræðineminn sendi dularfull textaskilaboð til móður sinnar – Klukkustund síðar var hún myrt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 06:00

Catherine Serou. Mynd:Beccy Serou

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er í bíl með ókunnugum manni. Vona að mér hafi ekki verið rænt,“ svona hljóðuðu skilaboð sem Catherine Serou, 34 ára, sendi móður sinni. Hún stundaði nám í háskólanum í Lobachevsky í Rússlandi en sjálf var hún frá Bandríkjunum.

CNN segir að Serou hafi verið á leið frá heimili sínu á snyrtistofu. Hún hvarf skömmu eftir að hún yfirgaf heimili sitt. Hún fékk far með ókunnugum manni og skömmu síðar sendi hún fyrrgreind skilaboð til móður sinnar.

Lík hennar fannst á laugardaginn í skóglendi utan við Rekhino. 43 ára karlmaður var handtekinn skömmu síðar. BBC segir að hann eigi langan og alvarlegan afbrotaferil að baki. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. ágúst.

Serou flutti til Rússland fyrir tveimur árum eftir að hún hafði gegn herþjónustu í Afganistan. Hún var í daglegu sambandi við fjölskyldu sína í Mississippi.

NPR hefur eftir móður hennar, Beccy Serou, að hún hafi verið í vinnunni þegar hún fékk skilaboðin frá dóttur sinni og hafi því ekki séð þau fyrr en 40 mínútum síðar. Þá náði hún ekki sambandi við hana. Hún sagðist telja að dóttir hennar hafi húkkað sér far í stað þess að bíða eftir leigubíl og að hún hafi verið myrt um klukkustund eftir að hún settist upp í bílinn hjá manninum.

Þjóðvarðliðar, lögreglumenn og sjálfboðaliðar leituðu að Serou í fjóra daga á því svæði þar sem farsími hennar tengdist síðast farsímasendi. Lík hennar fannst síðasta laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins