fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

COVID-19 hneyksli skekur Svíþjóð – Tóku 100.000 sýni en sendu þau ekki í rannsókn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. júní 2021 07:00

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska lögreglan rannsakar nú það sem talið er vera umfangsmikið svindl með COVID-19 sýnatökur. Grunur leikur á að fyrirtæki eitt hafi tekið 100.000 sýni og rukkað 1.500 sænskar krónur fyrir hvert þeirra en það svarar til rúmlega 21.000 íslenskra króna. En sýnin voru aldrei send í rannsókn og þeir sem sýnin voru tekin úr fengu þau skilaboð að þeir væru ekki með veiruna.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Lögregluna grunar að 33 ára læknir sé höfuðpaurinn í þessu meinta svindli. Hann er grunaður um að hafa með þessu gert kórónuveirunni auðveldar fyrir með að dreifa sér, að hafa stofnað lífi fólks í hættu og fyrir fjársvik. Að auki er 55 ára læknir grunaður um að hafa skrifað undir falskar niðurstöður hraðprófa og að hafa gefið út ferðastaðfestingar fyrir viðskiptavini. Fertugur maður liggur einnig undir grun fyrir aðild að málinu. Lýst hefur verið eftir þremenningunum. Aftonbladet segir að þrír til viðbótar hafi verið handteknir.

Alexandra Bittner, saksóknari, sem stýrir rannsókn málsins vildi ekki tjá sig mikið um það en staðfesti að rannsókn væri hafin á málinu.

Grunur beindist að fyrirtækinu þegar nokkrir læknar tilkynntu um sjúklinga með COVID-19 sem höfðu áður fengið neikvæða niðurstöðu hjá fyrrgreindu fyrirtæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón