fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

49 þýskir lögreglumenn afhjúpaðir – Virkir á spjallrásum öfgahægrimanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 06:59

Þýskir nýnasistar safnast saman. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

49 þýskir lögreglumenn hafa verið virkir á spjallrásum öfgahægrimanna í Frankfurt. Lögreglumennirnir, sem koma úr sérsveit lögreglunnar, rannsóknarlögreglunni og frá saksóknaraembættinu, skiptust meðal annars á merkjum nýnasista á spjallrásunum.

Nýlega komst upp um þetta og leiddi það til þess að ein sérsveit lögreglunnar var lögð niður.

Peter Beuth, innanríkisráðherra í Hessen, sagði að auk lögreglumannanna hafi sjö til viðbótar verið í spjallhópum þeirra en það hafi ekki verið lögreglumenn.

24 af meðlimum spjallhópanna eru ekki til rannsóknar hjá lögreglunni né hafa sætt agaviðurlögum en mál hinna eru til rannsóknar.

Saksóknarar rannsaka einnig mál fleiri lögreglumanna sem eru taldir tengjast hópum öfgahægrimanna og enn aðrir hafa sætt agaviðurlögum.

Í nýrri skýrslu þýsku leyniþjónustunnar BfV er varað við uppgangi ofbeldisfullra nýnasista en á síðasta ári fjölgaði þeim um 3,8% og eru þeir nú 33.300. um 40% þeirra eru taldir ofbeldishneigðir, reiðubúnir til að beita ofbeldi eða styðja ofbeldisverk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi