fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Bolsonaro sektaður fyrir að nota ekki andlitsgrímu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. júní 2021 19:15

Jair Bolsonaro notaði ekki grímu á samkomunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið sektaður fyrir að hafa ekki notað andlitsgrímur þegar þegar hann tók þátt í samkomu mótorhjólafólks í Sao Paulo.

Hann tók þátt í hópakstri mótorhjólafólksins og veifaði grímulaus til áhorfenda og notaði tækifærið til að halda því fram að andlitsgrímur séu gagnslausar fyrir fólk sem búið er að bólusetja gegn kórónuveirunni. Þetta sagði hann þegar hann ávarpaði stuðningsfólk sitt í tengslum við samkomuna.

„Allir þeir sem eru á móti þessu eru það af því að þeir trúa ekki á vísindin af því að ef fólk er bólusett er engin leið að veiran geti smitast,“ sagði Bolsonaro við stuðningsfólk sitt. Sérfræðingar eru flestir ósammála þessu og telja andlitsgrímur gera gagn við að halda aftur af útbreiðslu kórónuveirunnar.

Sky News segir að aðeins sé búið að bólusetja tæplega 12% Brasilíumanna að fullu og telja margir sérfræðingar að rétt sé að láta grímuskyldu vera áfram í gildi þar til búið er að bólusetja fleiri.

Yfirvöld í Sao Paulo staðfestu síðar að Bolsonaro hefði verið sektaður um sem nemur 13.000 íslenskum krónum fyrir að brjóta lög ríkisins um notkun andlitsgríma. Hann var sektaður fyrir samskonar brot í Maranhao í maí.

Rúmlega 480.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 í Brasilíu en Bolsonaro, sem er mjög hægrisinnaður, hefur hvað eftir annað gert lítið úr alvarleika heimsfaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum