fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

Nota dróna til að finna COVID-19 sjúklinga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 07:05

Þessi dróni tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Malasíu er farin að nota dróna til að finna COVID-19 sjúklinga. Drónarnir eru með tækjabúnað sem mælir hita fólks þegar það er á almannafæri og gera lögreglunni þannig kleift að finna þá sem eru smitaðir. Lögreglan segist einnig ætla að nota dróna til að framfylgja ferðabanni en nú eru harðar sóttvarnaaðgerðir í gildi í landinu vegna fjölgunar smita á undanförnum vikum. Í lok maí greindust rúmlega 9.000 smit á dag að meðaltali.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að drónarnir geti mælt líkamshita fólks úr allt að 20 metra hæð og vitnar þar í Bernama, ríkisfréttastofu landsins.

Dregið hefur úr smitum að undanförnu en Noor Hisham Abdullah, heilbrigðisráðherra, segir að flest ný smit og andlát komi frá óþekktum smitberum og hvetur hann fólk til að halda sig heima.

Nú mega aðeins tveir af hverju heimili fara út fyrir heimilið til að kaupa nauðsynjar, fólk má stunda íþróttir sem krefjast ekki snertingar og fara til læknis nærri heimilinu. Skólar og verslunarmiðstöðvar eru lokaðar en framleiðsluiðnaðurinn starfar með skertum afköstum þar sem færri eru við störf en venjulega.

Lögreglan segist ætla að nota dróna til að framfylgja ferðabanni og einnig munu lögreglumenn heimsækja fólk til að kanna hvort það fari eftir reglum.

Kínverjar eru sagðir hafa notað dróna á síðasta ári í baráttunni við kórónuveiruna. Í myndbandi sem Global Times, sem lýtur stjórn kommúnistaflokksins, birti kemur fram að drónar hafi verið notaðir til að úða handspritti og útvarpa skilaboðum til fólks um að halda sig heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram