fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Joe Biden kominn til Bretlands – Fyrsta utanlandsferð hans eftir embættistökuna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 06:59

Forsetahjónin ganga frá borði í gærkvöldi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, kom til Bretlands í gærkvöldi en þá lenti Air Force One, flugvél forsetaembættisins, á herflugvellinum Mildenhall í Suffolk. Þetta er fyrsta utanlandsferð Biden eftir að hann tók við embætti forseta en hann mun heimsækja nokkur Evrópuríki.

Fjölmargir starfsmenn bandaríska flughersins og fjölskyldur þeirra biðu forsetans í flugskýli þar sem hann ávarpaði fólki. „Við munum á öllum stigum gera það ljóst að Bandaríkin eru mætt til leiks á nýjan leik og að lýðræðisríki heimsins standa saman gegn erfiðustu áskorununum og málunum sem skipta mestu fyrir framtíð okkar,“ sagði Biden og bætti við að Bretland og Bandaríkin, sem væru stofnaðilar NATO, væru hluti af „sterkasta hernaðar- og stjórnmálabandalagi mannkynssögunnar“.

„Nú verðum við að nútímavæða bandalagið okkar, fjárfesta í mikilvægum innviðum, getu okkar á netinu og tryggja öryggi okkar gagnvart sérhverri ógn sem við höfum staðið frammi fyrir síðasta áratuginn og nýjum áskorunum sem bíða okkar,“ sagði hann einnig.

Biden mun eiga fund með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í dag en á morgun hefst fundur G7-ríkjanna í Carbis Bay. Auk Biden verða þar stjórnmálaleiðtogar frá Kanada, Japan, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu.

Biden og eiginkona hans, Jill Biden, munu heimsækja Elísabetu II drottningu í Windsor kastala áður en þau halda til Belgíu þar sem forsetinn mun hitta leiðtoga NATO og síðan Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, í Sviss.

Varðandi fundinn með Pútín sagði Biden að Bandaríkin væru ekki að leita eftir deildum og átökum við Rússa en muni bregðast við af festu ef Rússar standi fyrir skaðlegum aðgerðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað