fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Unglingsstúlku var rænt fyrir tæpum tveimur árum – Fannst nýlega en stórt vandamál kom upp

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 06:59

Daphne Westbrook. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn fannst Daphne Westbrook sem var numin á brott af föður sínum, John Westbrook, í október 2019. Hún var þá í helgarheimsókn hjá honum í Chattanooga í Tennessee í Bandaríkjunum. Þau hurfu bæði af heimilinu og í kjölfarið var lýst eftir Daphne sem barni í bráðri hættu. Hún var þá 17 ára.

Lögregluna grunaði strax að faðir hennar hefði numið hana á brott en hann hafði áður verið sviptur forræði yfir henni af dómara. Telur lögreglan að hann hafi byrlað henni ólyfjan og haft á brott með sér.

Á föstudaginn fannst Daphne síðan fyrir tilviljun að sögn People en nýtt vandamál skaut fljótlega upp kollinum því Daphne er horfin á nýjan leik.

Í fréttatilkynningu frá saksóknara í Hamilton County kemur fram að Daphne, sem er nú 18 ára, hafi fundist í Samson í Alabama fyrir tilviljun. Bærinn er í um fimm klukkustunda akstursfjarlægð frá Chattanooga. Fram kemur að það hafi verið ánægjulegt að geta tilkynnt móður hennar, Rhona Curtsinger, að hún væri fundin. Einnig kemur fram að lögreglan muni halda áfram að leita að föður hennar til að hægt verði að sækja hann til saka.

Lögreglan tilkynnti að Daphne væri fundin. Mynd:Lögreglan

Daphne fannst fyrir tilviljun þegar lögreglan stöðvaði akstur ökumanns þar sem skráningarnúmeri á bifreið hans voru ekki í lagi og afturljós virkaði ekki. Við athugun kom í ljós að það var Daphnee sem ók bifreiðinni. Lögreglan segir að ekkert hafi bent til að hún væri í hættu og sagðist hún vera á leið á ströndina.

Lögreglumaðurinn, sem stöðvaði akstur hennar, sagði að hún hafi verið horuð og „ósamvinnuþýð“ og vildi ekki segja hvar faðir hennar heldur sig. Hún vildi heldur ekki ræða við móður sína að sögn saksóknara.

Dómari reyndi að sannfæra hana um að ræða við sálfræðing en það vildi hún ekki. Þar sem hún er orðin 18 ára gat lögreglan ekki haldið henni og fór hún því frjáls ferða sinna.

Lýst hefur verið eftir John Westbrook. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

 

 

Lögreglan telur að hún búi með föður sínum og að hann gefi henni LSD og marijúana og áfengi. Faðir hennar er tölvusérfræðingur og hefur sérhæft sig í tölvuöryggi og Bitcoin. The News Tribune segir að vegna tölvukunnáttu hans sé nánast útilokað fyrir lögregluna að hafa uppi á honum á grunni netnotkunar hans. Lögreglan telur að feðginin færi sig ört á milli hótela og breyti útliti sínu reglulega með því að lita hár sitt og nota gervitennur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála