fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Elon Musk segir að hugsanlega snúi ekki allir geimfarar aftur lifandi frá Mars

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 22:00

Mars. Mynd:ESA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, stofnandi og eigandi SpaceX, á sér þann draum að menn fari til Mars innan ekki svo langs tíma. í viðtali við Peter Diamandis nýlega játaði hann að væntanlega muni ekki allir geimfararnir snúa aftur lifandi til jarðarinnar. „Fullt af fólki mun væntanlega deyja,“ sagði hann.

„Þetta er óþægilegt. Þetta er löng ferð, þú kemur kannski aftur lifandi. Við neyðum engan til að fara. Bara sjálfboðaliðar,“ sagði hann.

Musk hefur viðrað hugmyndir sínar um geimferðir til Mars í um tvo áratugi. SpaceX er nú að gera tilraunir með eldflaugar og geimför sem eiga að geta flutt menn til Mars.

Elon Musk. Mynd:Getty

Musk hefur sagt að hann vonist til að geta farið sjálfur til Mars og búið þar í framtíðinni en hann hefur aldrei gefið í skyn að hann hafi í hyggju að vera meðal þeirra fyrstu sem fara til plánetunnar.

SpaceX hefur í hyggju að koma upp fastri búsetu manna á Mars en áður en af því þarf að tryggja verkefninu fjármögnun og einnig þarf að þróa mikið af þeim tæknibúnaði sem verður nauðsynlegur til að menn geti hafst þar við. Umhverfið er ekki beint vinsamlegt. Geislun er mikil og hitasveiflur eru miklar.  En Musk og SpaceX halda áfram vinnu sinni við undirbúning mannaðra geimferða til Mars en á síðasta ári kynnti Musk hugmyndir sínar um að fyrstu mennirnir lendi á Mars árið 2026.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol