fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þrjár sprengingar í Malmö í nótt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 05:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um þrjár sprengingar í Malmö í Svíþjóð í nótt. Sú fyrsta var utanhúss í Docentgatan klukkan 02.45. Klukkan þrjú var tilkynnt um sprengingu innanhúss á Nydalavägen sem er skammt frá Docentgatan. Tilkynnt var um þá þriðju klukkan 03.18 en hún var utanhúss á Sörbäcksgatan.

Sydsvenskan skýrir frá þessu. Fram kemur að á Sörbäcksgatan hafi sprengja sprungið við verslun á jarðhæð húss. Á Nydalavägen þurfti að rýma stigagang í fjölbýlishúsi eftir sprenginguna. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna þar.

Talsmaður lögreglunnar sagði að lögreglan væri við störf á öllum þremur stöðunum og að lítið tjón hafi orðið. Á Docengatan voru sprengjusérfræðingar lögreglunnar að störfum í nótt en þar leikur grunur á að sé ósprungin sprengja.

Lögreglan telur að sprengingarnar tengist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið