fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Dagurinn sem fréttaþulurinn vill örugglega gleyma sem fyrst

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 05:59

William "Bill" Shakespear þegar hann var bólusettur gegn COVID-19. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti fimmtudagur er örugglega dagur sem fréttaþulurinn Noelia Novillo hjá argentínsku sjónvarpsstöðinni Canal 26 vill gleyma sem fyrst. Óhætt er að segja að þá hafi hún sagt „frétt“ sem verður að teljast vera bráðfyndin og fjarri því að vera rétt.

„Eins og við vitum öll þá var hann einn af bestu rithöfundum Englands, í mínum augum var hann meistarinn. Hér er hann. Hann var fyrsti maðurinn sem var bólusettur gegn COVID-19. Hann lést í Englandi, 81 árs að aldri,“ sagði hún og átti þar við William Shakespeare.

Eflaust hugsa nú margir með sér: „Er hann ekki löngu dáinn?“.

Jú mikið rétt hann lést árið 1616.

Ótrúleg mistök

Það sem fór úrskeiðis hjá Novillo var að hún ruglaði hinum heimsfræga, löngu látna rithöfundi saman við William „Bill“ Shakespeare, 81 árs mann frá Warwickshire, sem var önnur manneskjan í heiminum til að fá bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni.

Rétt er að William „Bill“ Shakespear, lést í síðustu viku af völdum hjartaáfalls og átti bóluefnið engan þátt í andláti hans.

Með fréttinni var birt mynd af því þegar Shakespear, hin yngri, var bólusettur og þegar myndin rann yfir skjáinn sagði Novillo: „hann er einn af mikilvægustu ensku rithöfundum sögunnar“.

Þetta brot úr fréttatímanum fór strax á mikið flug á samfélagsmiðlum. The Guardian segir að Novillo hafi skýrt þessi mistök með því að hún hafi ekki fengið réttan texta á skjáinn fyrir framan sig. En skaðinn var skeður og hún hefur verið höfð að háði og spotti síðustu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum