fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Pressan

Ítölum fækkaði á síðasta ári – Minnkandi kynhvöt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 07:00

Séð yfir Róm. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir spáðu því að fólk yrði duglegt við kynlífsiðkun og barneignir í framhaldinu í heimsfaraldrinum því það yrði að vera svo mikið heima vegna sóttvarnaaðgerða. En það er svo sannarlega ekki það sem er að gerast á Ítalíu og fleiri löndum í Suður-Evrópu. Á Ítalíu fækkaði fólki um sem nemur rúmlega heildarfjölda íslensku þjóðarinnar. Þetta svarar til þess að allir íbúar Florence hafi horfið.

Ítalir hafa glímt við fólksfækkun síðustu árin og ekki dró úr henni á síðasta ári en þá fækkaði Ítölum um 384.000 samkvæmt tölum frá hagstofu landsins, Istat. 120.000 létust af völdum COVID-19 og fæðingum fækkaði mikið.

Istat segir að ekki hafi verið svo mikill munur á fjölda fæðinga og andláta síðan 1918 þegar spænska veikin herjaði á heiminn og varð milljónum að bana. Þá fækkaði Ítölum um 648.000 en 1,3 milljónir Ítala létust það árið og er talið að spænska veikin hafi orðið helmingi þeirra að bana.

Á síðasta ári létust um 764.000 Ítalir og hafa andlátin ekki verið fleiri á einu ári síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Þetta var 17,6% aukning frá 2019.

Í upphafi heimsfaraldursins var því spáð að fæðingum myndi fjölga á Ítalíu vegna meiri samveru fólks heima við en það fór ekki svo og í raun var þróunin í hina áttina. Skráðum fæðingum fækkaði um 16.000 á síðasta ári samanborið við 2019 en það svarar til 3,8% fækkunar. Svo lágar fæðingartölur hafa ekki sést í 150 ár.

Mörg pör hafa frestað barneignum vegna fjárhagslegrar óvissu sem fylgir heimsfaraldrinum að mati Istat. Það getur einnig hafa haft áhrif að í byrjun faraldursins var ekki vitað hvaða áhrif kórónuveirusmit gæti haft á barnshafandi konur og börn þeirra. Deutsche Welle segir að margir ítalskir félagsfræðingar hafi einnig tekið eftir því að kynhvöt margra Ítala hafi dvínað vegna heimsfaraldursins.

Á Ítalíu er fjöldi giftinga einnig mælikvarði á þróun mannfjölda en á síðasta ári fækkaði giftingum um 47,5% miðað við árið á undan.

Sömu þróun má greina í Frakklandi og á Spáni, þar hefur fæðingum fækkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband: Hræðileg afleiðing þess að karlar ógnuðu konum

Óhugnanlegt myndband: Hræðileg afleiðing þess að karlar ógnuðu konum
Pressan
Í gær

Ný sönnunargögn gegn manninum sem grunaður er um að hafa myrt Madeleine McCann

Ný sönnunargögn gegn manninum sem grunaður er um að hafa myrt Madeleine McCann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan vindur upp á sig – 50 lík hefur rekið á land

Ráðgátan vindur upp á sig – 50 lík hefur rekið á land
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ísraelsmenn og Hamas skutu fjölda eldflauga í nótt – Segjast hafa drepið háttsetta Hamasliða

Ísraelsmenn og Hamas skutu fjölda eldflauga í nótt – Segjast hafa drepið háttsetta Hamasliða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum