fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Einn skammtur af bóluefni gegn COVID-19 dregur mjög úr útbreiðslu veirunnar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 22:30

Bóluefni gegn Ómíkron verður tilbúið í mars segir forstjóri Pfizer.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það að fólk fái einn skammt af bóluefni Pfizer/BioNTech eða Moderna gegn kórónuveirunni getur dregið úr útbreiðslu kórónuveirunnar um allt að helming.

Sky News segir að rannsóknin hafi beinst að fólki sem var búið að fá einn skammt af öðru hvoru bóluefninu. Þeir sem voru smitaðir af kórónuveirunni að minnsta kosti þremur vikum eftir bólusetningu voru 38 til 49% síður líklegri til að smita aðra heimilismeðlimi af henni samanborið við þá sem ekki höfðu verið bólusettir.

Bóluefnin byrjuðu að veita vernd um tveimur vikum eftir bólusetningu og ekki var að sjá að aldur skipti máli hvað það varðar en flestir þátttakendanna voru undir sextugu.

Sky News hefur eftir Dr Peter English, sérfræðingi í sjúkdómavörnum, að rannsakendur geti hugsanlega hafa vanmetið áhrif bólusetninga á útbreiðslu veirunnar. Hann sagði niðurstöðurnar mjög mikilvægar og styrki enn frekar vonir um að bóluefnin muni verða til þess að hjarðónæmi náist.

Enn á eftir að ritrýna rannsóknina en 57.000 manns, frá 24.000 heimilum, tóku þátt í henni. Í samanburðarhópnum var tæplega ein milljón óbólusettra.

Niðurstöður annarrar rannsóknar sýna að fjórðungur fékk vægar og skammlífar aukaverkanir af völdum bóluefnanna frá Pfizer/BioNTech og AstraZeneca. Algengustu aukaverkanirnar voru höfuðverkur og þreyta. Hjá flestum náðu aukaverkanirnar hámarki innan 24 klukkustunda frá bólusetningu og vörðu í einn til tvo sólarhringa.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Lancet Infectious Diseases.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Í gær

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð