fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Manstu eftir þáttunum um Riget? Nýir þættir væntanlegir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 07:44

Morten Rotne Leffers í hlutverki sínu í Riget. Mynd:DR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust muna einhverjir eftir dönsku sjónvarpsþáttunum „Riget“ sem RÚV sýndi fyrir rúmum tveimur áratugum. Þetta eru þættir sem Lars von Trier gerði. Söguþráðurinn er mjög dularfullur og dökkur en þættirnir gerast á danska Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Nýlega var tilkynnt að þriðja þáttaröðin fari í loftið á næsta ári og verður það síðasta þáttaröðin.

Það eru Zentropa, Danska ríkisútvarpið og Nordic Entertainment Group, sem á Viaplay, sem framleiða þættina. Þessi þriðja og síðasta lota þáttanna heitir „Riget Exodus“ og er sögusviðið sem fyrr Ríkissjúkrahúsið. Meðal leikara verða Ghita Nørby, Søren Pilmark og Peter Mygind en þau léku öll í gömlu þáttunum. Að auki verða nýir leikarar með að þessu sinni.

Þættirnir verða sýndir á Viaplay og hjá Danska ríkisútvarpinu á næsta ári og gömlu þættirnir verða einnig aðgengilegir hjá Viaplay og Danska ríkisútvarpinu.

Von Trier hefur lengi stefnt að því að ljúka þáttaröðinni en hugmyndir þar um voru lagðar á hilluna eftir að Kirsten Rolffes, sem lék eitt aðalhlutverkanna, lést árið 2000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“