fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Lést þegar sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni sprakk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. maí 2021 19:05

Lögreglumenn að rannsaka vettvang. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn lést Raziv Hilly, 29 ára, þegar sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni sprakk á Salómonseyjum í Kyrrahafi. Það eru margir áratugir síðan að bandarískar hersveitir yfirgáfu eyjarnar en íbúarnir búa enn við hættu sem stafar af sprengjum úr síðari heimsstyrjöldinni. Dauði Hilly hefur vakið upp háværar raddir um að Bandaríkjamenn og aðrir fjarlægi sprengjur og önnur hættuleg vopn sem urðu eftir á eyjunum eftir síðari heimsstyrjöldina.

Á síðasta ári létust tveir ástralskir sprengjusérfræðingar þegar þeir voru við störf á eyjunum. Á sunnudaginn lést Hilly þegar sprengja sprakk og þrír særðust. Tveir þeirra eru í lífshættu en sá þriðji er lítið meiddur.

Talsmaður lögreglunnar sagði að sprengjan hafi sprungið þegar fjáröflunarsamkoma stóð yfir í höfuðborginni Honiara. Hópur fólks ákvað að kveikja eld til að elda mat yfir á meðan á samkomunni stóð. Fólkið vissi ekki að undir bálkestinum var bandarísk sprengja síðan úr síðari heimsstyrjöldinni. Hún sprakk síðan með fyrrgreindum afleiðingum. Sky News skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið