fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Tom Hagen liggur enn undir grun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 06:39

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan hvikar ekki í þeirri stefnu sinni að Tom Hagen hafi komið að morðinu á Anne-Elisabeth Hagen og hvarfi hennar frá heimili þeirra hjóna í útjaðri Osló í lok október 2018. Hefur lögreglan ekki í hyggju að falla frá kærum á hendur Tom fyrir þetta.

Þetta sagði Gjermund Hanssen, yfirlögregluþjónn, fyrir helgi. Hann sagði að kæran stæði enn og hún snúist um morð eða aðild að morði og brot á vopnalögum. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.

Nú er tæplega eitt ár síðan Tom var handtekinn vegna málsins. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hæstiréttur hnekkti þeim úrskurði og hefur hann gengið laus síðan.

Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins af miklum krafti og tjáir sig lítið um gang hennar. Vitað er að tugir þúsunda málsskjala eru flokkuð sem trúnaðarskjöl og fá því engir utan lögreglunnar aðgang að þeim en börn Hagen-hjónanna hafa reynt að fá aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi