fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Alvarlegt ástand í miðhluta Svíþjóðar – „Við höfum aldrei áður upplifað þetta í faraldrinum“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 07:55

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í miðhluta Svíþjóðar, Västernorrland, er glímt við langvarandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Sífellt fleira ungt fólk er lagt inn á sjúkrahús og fjöldi nýrra smita er svo mikill að óttast er að heilbrigðiskerfið verði fyrir mjög langvinnu álagi.

Fyrir nokkrum dögum sögðu heilbrigðisyfirvöld að álagið á sjúkrahúsin þrjú í landshlutanum væri „á barmi hörmunga“. Ef ekki færi að draga úr fjölda innlagna myndu sjúkrahúsin yfirfyllast en nú þegar hefur verið dregið úr umönnun og meðferðum annarra sjúklinga til að hægt sé að annast kórónuveirusmitað fólk.

„Við höfum aldrei áður upplifað þetta í faraldrinum,“ sagði Petra Lindstedt, svæðisstjóri hjá heilbrigðisyfirvöldum, í fréttatilkynningu sem var send út með hvatningu til fólks um að fara eftir leiðbeiningum yfirvalda um sóttvarnir, það er að hætta að umgangast annað fólk en það sem það býr með og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forðast smit.

Samkvæmt samantekt The Economist er Västernorrland nú það landsvæði í Evrópu sem glímir við versta ástandið af völdum heimsfaraldursins. Smit eru 654 á hverja 100.000 íbúa, miðað við síðustu sjö daga. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum liggja 14 COVID-19 sjúklingar nú á gjörgæslu. Í síðustu viku greindust 1.569 smit í landshlutanum og hafa aldrei verið fleiri á einni viku.

Verst er ástandið í Örnsköldsvik að sögn Aftonbladet sem hefur eftir Mariell Christiensson, yfirmanni COVID-deildar Örnsköldsvik sjúkrahússins, að álagið hafi verið mikið mánuðum saman og það taki á. „Við erum rosalega þreytt.“ Ákveðið hefur verið að öll kennsla í framhaldsskólum og háskólum í Örnsköldsvik fari fram á netinu þrátt fyrir að kennsla megi fara fram á hefðbundinn hátt samkvæmt leiðbeiningum yfirvalda sem gilda á landsvísu. Ástæðan er að mikið hefur verið um smit í framhaldsskólum. Bæjaryfirvöld segja að flest smitin eigi sér stað hjá fólki á aldrinum 15 til 19 ára en einnig hefur smitum fjölgað að undanförnu hjá fólki á fimmtugs- og sextugsaldri. Heilbrigðisstarfsfólk segir að sífellt fleiri úr eldri aldurshópunum glími við öndunarörðugleika og séu lagðir inn á sjúkrahús.

„Þeir sem eru lagðir inn núna eru í lífshættu og miklu yngri en áður. Margir eru fæddir á áttunda og níunda áratugnum. Þeir koma oft hingað og eru mjög hræddir því sjúkdómurinn veldur því að manni finnst eins og maður sé að drukkna og nái ekki andanum,“ er haft eftir Magnus Enlund, yfirlækni á COVID-19 gjörgæsludeild sjúkrahússins í Sundsvall, á heimasíðu yfirvalda í landshlutanum.

Það er breska afbrigði veirunnar sem er ráðandi í landshlutanum. Um 11% íbúa landshlutans hafa lokið bólusetningu og 32% hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu