fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Tveir létust í bílslysi – Talið að sjálfstýring hafi verið á Teslubifreið þeirra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn létust á laugardaginn þegar Tesla bifreið, sem þeir voru í, lenti á tré. Þetta gerðist norðan við Houston í Texas í Bandaríkjunum. Lögreglan telur að sjálfstýring bifreiðarinnar hafi verið á þegar slysið átti sér stað.

The Wall Street Journal er meðal þeirra fjölmiðla sem hafa fjallað um slysið. Fram kemur að viðbragðsaðilar hafi verið sendir á vettvang eftir að tilkynnt var um sprengingu í skógi. Það reyndist vera Tesla sem hafði lent á tré.

Það tók fjórar klukkustundir að slökkva eldinn sem blossaði upp við ákeyrsluna.

Mennirnir tveir sátu annars vegar í aftursæti og hins vegar í farþegasætinu að sögn lögreglunnar sem segist vera 99,9% viss um þetta.

Talsmaður Tesla sagði að það sé öruggara að keyra í Tesla með sjálfstýringuna á en án en hún sé aðstoðartæki við aksturinn og komi ekki í stað ökumanns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýnir grjótharða magavöðva í nýrri auglýsingu

Sýnir grjótharða magavöðva í nýrri auglýsingu