fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Íslenskur silfurfjársjóður fannst í Danmörku – Hver á hann?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 06:45

Silfrið sem Pedersan fann. Mynd:Jes Stein Pedersen/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fann Jes Stein Pedersen, ritstjóri bókmenntahluta danska dagblaðsins Politiken, Fjällräven bakpoka þegar hann var á gangi nærri Furesø, nærri Holte og Birkerød. Í bakpokanum var fjöldi silfurskeiða, hnífa og gaffla og er um íslenska silfursmíði að ræða.

Þetta kemur fram í grein sem Pedersen skrifar í Politiken í gær þar sem hann lýsir eftir eiganda fjársjóðsins sem hann kallar svo. Um er að ræða tæplega 3 kíló af silfurhnífapörum.

Tenging við Ísland

„Ég hika ekki við að slá því föstu að sá eða þeir sem stolið var frá tengist Íslandi, meti jólin mikils og að einhvers staðar sé 25 ára kona sem sakni skírnarskeiðar sinnar og gaffals,“ segir hann í grein sinni.

Tenginguna við Ísland segir hann greinilega því 30 skeiðar sé með áletruninni „Jól“, sú elsta frá 1960. Einnig séu margir af þyngri hlutunum með áletrunina „handsmíðað“. „Að lokum er falleg skeið og tilheyrandi gaffall með áletruðu stúlkunafni og dagsetningu, líklega skírnardegi stúlkunnar,“ segir hann.

Silfurmunirnir eru nú í vörslu lögreglunnar í Helsingør og geta eigendur silfursins snúið sér þangað eða sett sig í samband við Pedersen sem lýkur grein sinni á eftirfarandi hátt: „Okkur dreymir um að segja frá tárvotum atburði þegar silfrið, sem hefur verið sárt saknað, snýr aftur heim og tryggir þannig að fórnarlömb þjófnaðarins, sem kannski eða kannski ekki bera hið íslenska -dóttir eftirnafn, eigi gleðileg jól í ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi