fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Kínverjar verða að loka 600 kolaorkuverum ef þeir ætla að ná loftslagsmarkmiðum sínum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 16:00

Kolaorkuver í Hong Kong. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Kínverjar ætla að ná markmiðum sínum um að losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum verði núll árið 2060 þurfa þeir að loka 600 kolaorkuverum á næstu tíu árum og hefja raforkuframleiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í staðinn.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að með því að skipta koladrifnum raforkuverum út með orkuverum, sem nota endurnýjanlega orku á borð við sól og vind, sparist 1,6 trilljónir dollara því vind- og sólarorka er mun ódýrari en kol um þessar mundir. Þetta kemur fram í greiningu greiningarfyrirtækisins TransitionZero.

Kínverjar eru mestu notendur kola í heiminum og veldur það umhverfisverndarsinnum miklum áhyggjum. Það dregur ekki úr áhyggjunum að Kínverjar hyggjast opna fjögur ný kolaorkuver til að anna eftirspurn eftir rafmagni til að auka hagvöxt eftir efnahagslægðina af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Xi Jinping, forseti landsins, kom heimsbyggðinni á óvart í september þegar hann tilkynnti að Kínverjar stefni að því að losun gróðurhúsalofttegunda verði núll fyrir árið 2060 og að hún nái hámarki fyrir 2030. Sérfræðingar fagna þessum langtímamarkmiði en hafa áhyggjur af að losun gróðurhúsalofttegunda í Kína muni aukast á næstu tíu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Í gær

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela