fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Þjóðverjar eru við það að missa tökin á heimsfaraldrinum – Næsta afbrigði gæti orðið ónæmt fyrir bóluefnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. mars 2021 05:18

Fjórða bylgjan geisar nú. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjum verður að takast að fækka daglegum smitum af völdum kórónuveirunnar á næstu vikum, að öðrum kosti er hætta á að faraldurinn verði algjörlega stjórnlaus.

Þetta sagði Helge Braun, starfsmannastjóri Angelu Merkel, kanslara, í samtali við Bild am Sonntag. „Við erum á hættulegasta stigi faraldursins. Næstu vikur munu skera úr um hvort við náum stjórn á honum,“ sagði hann.

Hann sagði að ef nýjum smitum heldur áfram að fjölga mikið sé vaxandi hætta á að næsta stökkbreytta afbrigði veirunnar verði ónæmt fyrir bóluefnum. „Þá þurfum við ný bóluefni til að geta byrja að bólusetja á nýjan leik,“ sagði hann.

Hann sagðist reikna með að draga muni úr smitum í maí þegar hlýnar í veðri og búið verður að bólusetja fleiri.

Ummæli hans féllu á svipuðum tíma og Jens Spahn, heilbrigðisráðherra, sagði að þörf sé á stöðva nær alla samfélagsstarfsemi í allt að 14 daga til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann sagði að þörf sé fyrir aðgerðir eins og gripið var til á síðasta ári þegar Þjóðverjar voru hvattir til að halda sig heima og forðast að hitta fólk.

Á laugardaginn sögðu læknar á gjörgæsludeildum að eina leiðin til að koma í veg fyrir að sjúkrahúsin yfirfyllist sé að grípa til harðra sóttvarnaaðgerða og stöðva nær alla samfélagsstarfsemi í tvær vikur til viðbótar við bólusetningar og sýnatöku í miklum mæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Í gær

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Góðverk hennar á kaffihúsinu tók óvænta stefnu

Góðverk hennar á kaffihúsinu tók óvænta stefnu