fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Bóluefni AstraZeneca veitir minni vernd en áður hefur komið fram

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 07:30

Rannsóknarstofur AstraZeneca í Lundi í Svíþjóð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóluefnið frá AstraZeneca veitir minni vernd gegn COVID-19 en fyrirtækið hafði áður upplýst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í dag þar sem vísað er í uppfærð gögn yfir tilraunir með bóluefnið.

Samkvæmt nýju tölunum er virkni bóluefnisins 76% en áður hafði fyrirtækið sagt að hún væri 79%. Þetta þýðir að 76% færri sjúkdómstilfelli komu upp hjá þeim sem fengu bóluefnið en hjá þeim sem fengu lyfleysu. Fyrirtækið segir þó að bóluefni veiti 100% vernd gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar.

Bandaríska lyfjastofnunin setti fyrr í vikunni ofan í við AstraZeneca fyrir að hafa stuðst við „úreltar upplýsingar“ þegar sú ályktun var dregin að bóluefnið veitti 79% vörn. Bandaríska lyfjastofnunin hefur ekki enn heimilað notkun bóluefnisins en það er nú þegar í notkun í ESB og Bretlandi. Það hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu vegna dauðsfalla í kjölfar bólusetninga með því.

Mörg ríki gerðu hlé á notkun bóluefnisins á meðan rannsakað væri hvort tengsl væru á milli dauðsfallanna og bólusetninga. Nokkur þeirra eru aftur byrjuð að nota bóluefnið og í gær var tilkynnt að notkun þess hefjist á nýjan leik hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar