fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Risastór ísjaki brotnaði frá íshellunni á Suðurskautslandinu – Er stærri en New York

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. mars 2021 20:35

Frá Suðurskautinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn brotnaði risastór ísjaki frá Brunt íshellunni á Suðurskautslandinu, ekki fjarri breskri rannsóknarstöð. Ísjakinn er 1.270 ferkílómetrar að stærð og þar með stærri en New York borg.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá British Antarctic Survey (BAS). BAS rekur Halley rannsóknarstöðina á Brunt íshellunni en hún er lokuð yfir veturinn og yfirgaf 12 manna starfslið hennar hana um miðjan febrúar.

Vísindamenn hafa átt von á því að risastór ísjaki myndi brotna frá íshellunni í nokkur ár því sprunga hafði myndast í 150 metra þykka íshelluna að sögn BAS. Ný sprunga byrjaði að myndast og færast í átt að gömlu sprungunni í nóvember og í janúar lengdist hún um einn kílómetra á dag. Á föstudaginn víkkaði sprungan síðan um nokkur hundruð metra og þá losnaði ísjakinn frá íshellunni.

BAS flutti rannsóknarstöð sína lengra inn á land fyrir fjórum árum í varúðarskyni og þar hefur aðeins verið starfsemi á sumrin frá 2017 því erfitt er að rýma stöðina á dimmum vetri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Í gær

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi