fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Risastór ísjaki brotnaði frá íshellunni á Suðurskautslandinu – Er stærri en New York

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. mars 2021 20:35

Frá Suðurskautinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn brotnaði risastór ísjaki frá Brunt íshellunni á Suðurskautslandinu, ekki fjarri breskri rannsóknarstöð. Ísjakinn er 1.270 ferkílómetrar að stærð og þar með stærri en New York borg.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá British Antarctic Survey (BAS). BAS rekur Halley rannsóknarstöðina á Brunt íshellunni en hún er lokuð yfir veturinn og yfirgaf 12 manna starfslið hennar hana um miðjan febrúar.

Vísindamenn hafa átt von á því að risastór ísjaki myndi brotna frá íshellunni í nokkur ár því sprunga hafði myndast í 150 metra þykka íshelluna að sögn BAS. Ný sprunga byrjaði að myndast og færast í átt að gömlu sprungunni í nóvember og í janúar lengdist hún um einn kílómetra á dag. Á föstudaginn víkkaði sprungan síðan um nokkur hundruð metra og þá losnaði ísjakinn frá íshellunni.

BAS flutti rannsóknarstöð sína lengra inn á land fyrir fjórum árum í varúðarskyni og þar hefur aðeins verið starfsemi á sumrin frá 2017 því erfitt er að rýma stöðina á dimmum vetri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca