fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Senda COVID-19-sjúklinga frá Portúgal til Austurríkis – Gjörgæsludeildir eru fullar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 06:55

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgölsk stjórnvöld hafa beðið þýsk stjórnvöld um aðstoð vegna kórónuveirufaraldursins en gjörgæsludeildir portúgalskra sjúkrahúsa eru fullar. Þjóðverjar hafa brugðist vel við þessu og senda heilbrigðisstarfsfólk frá hernum til Portúgal. Einnig stendur til að flytja COVID-19-sjúklinga til Austurríkis.

Portúgalar báðu um aðstoð um helgina þegar aðeins sjö af 850 gjörgæslurýmum, fyrir COVID-19-sjúklinga, í landinu voru laus. Rúmlega 12.000 hafa látist af völdum COVID-19 í Portúgal og rúmlega 710.000 hafa greinst með kórónuveiruna.

Þjóðverjar ætla að senda 27 lækna og bráðatækna til Portúgal í þrjár vikur. Þeir munu einnig senda öndunarvélar og sjúkrarúm. Der Spiegel skýrir frá þessu.

Sebastian Kurzkannslari Austurríkis, sagði um helgina að Austurríki muni taka við gjörgæslusjúklingum frá Portúgal. Ekki hefur enn verið ákveðið hversu margir þeir verða en viðræður standa yfir á milli ríkjanna um málið. Austurríkismenn hafa áður tekið við COVID-19-sjúklingum frá Frakklandi, Ítalíu og Svartfjallalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Í gær

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið