fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Kúbversk stjórnvöld heimila einkaframtak til að reyna að bjarga efnahagslífi landsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 08:00

Frá Havana. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kommúnistastjórnin á Kúbu hefur ákveðið að opna fyrir einkaframtak  til að reyna að bjarga efnahag landsins frá algjöru hruni. Efnahagslegt hrun er svo sem ekkert nýtt fyrir Kúbverja því það hefur áður vofað yfir þeim.

Efnahagslíf eyjanna hefur verið í miklum hremmingum allt frá því að Bandaríkin settu nær algjört viðskiptabann á þær eftir byltinguna, sem kom Fidel Castro til valda, 1959. Aðeins matvörur og lyf voru undanþegin banninu.

Ekki batnaði ástandið þegar Sovétríkin hrundu saman í upphafi tíunda áratugarins en þau voru mikilvægasta útflutningsland Kúbu og aðaluppspretta tekna landsins. Á síðustu árum hefur staðan síðan versnað enn frekar því sá fjárhagslegi stuðningur sem landið fékk frá Venesúela er horfinn. Heimsfaraldur kórónuveirunnar gæti svo orðið síðasti naglinn í líkkistuna.

Þetta veldur því að kommúnistastjórnin hefur ákveðið að segja skilið við gamlar kenningar fræðibókanna um að best sé að viðhafa áætlunarbúskap. Í framtíðinni mega Kúbverjar því stofan einkafyrirtæki á nær öllum sviðum.

Smá rifa var gerð á dyrnar að markaðsbúskap 1993 þegar gripið var til umbótaaðgerða. En það var ekki fyrr en í árslok 2010 sem ríkisstjórnin undir forystu Raul Castro jók heimildirnar fyrir fólk að starfrækja einkafyrirtæki að gangur komst í einkageirann. Starfssviðin voru þó takmörkuð við hárgreiðslustofur, leigubílaakstur, fataverslanir, kaffihús og sölubása sem seldu geisladiska, skó eða grænmeti. Einnig var landsmönnum leyft að borða á einkareknum veitingahúsum, svokölluðum Paladar-veitingahúsum.

2013 voru eigendur og starfsmenn í einkageiranum 400.000. í dag eru þeir um 600.000 eða um 13% af vinnuaflinu. En einkaframtak er aðeins heimilt á 127 sviðum og það dugir ekki til að lyfta efnahagslífinu á hærra plan og búa til þau störf sem svo sárlega vantar. Af þessum sökum ætlar kommúnistastjórnin að bæta 2.000 sviðum við þennan lista. Á 124 sviðum verður einkaframtak þó áfram óheimilt. Þar má nefna að útfararstofur verða að vera í opinberri eigu sem og dýragarðar, kvikmyndahús og listgallerí. Þá verður áfram óheimilt að opna lögmannsstofur, heilsugæslustöðvar og arkitektastofur. Stéttarfélög verða áfram undir hæl kommúnistastjórnarinnar. Að sjálfsögðu mun stjórnin halda einkarétti sínum á fjölmiðlarekstri og fréttamennsku og nú verður lagt bann við að hafa ofan í sig og á með því að blogga en blogg er vinsæll samskiptamáti andstæðinga kommúnistastjórnarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki