fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Ný rannsókn – Mótefni gegn COVID-19 endast í minnst 9 mánuði í líkamanum eftir smit

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 05:21

Heilbrigðisstarfsmaður með kórónuveirusýni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti þeirra sem hafa veikst af COVID-19 er með mótefni gegn veirunni í líkamanum í að minnsta kosti níu mánuði eftir að smit var staðfest. Þetta sýna niðurstöður nýrrar stórrar sænskrar rannsóknar. Niðurstöðurnar sýna einnig að mjög litlar líkur eru á að fólk smitist aftur af veirunni.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin hafi verið gerð á Danderyd sjúkrahúsinu og Karólínsku stofnuninni.

„Ef maður hefur fengið COVID-19 finnst mér að maður geti farið aftast í bólusetningarröðina og látið aðra fá bólusetningu sem hafa meiri þörf á því,“ er haft eftir Charlotte Thålin sem vann að rannsókninni.

Rannsóknin hófst í vor og voru langtímaónæmisáhrif COVID-19 smits hjá heilbrigðisstarfsfólki rannsökuð. Í þriðja fasa rannsóknarinnar kom í ljós að 96% þátttakendanna 370, sem voru með mótefni í vor, voru enn með mótefni sem veitti þeim vörn gegn veirunni.

Vísindamennirnir segja að enn gleðilegri tíðindi hafi verið að mótefnin virðist veita betri vernd en þeir héldu. Tæplega eitt prósent þátttakendanna smituðust aftur af veirunni á þeim tíu vikum sem rannsóknin stóð yfir. Vísindamennirnir höfðu átt von á að mótefnin veittu bara ákveðna vernd og að fleiri myndu vera með veiruna í sér án þess að sýna sjúkdómseinkenni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála