fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Norður-kóreskir tölvuþrjótar stálu rúmlega 300 milljónum dollara til að borga fyrir vopn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. febrúar 2021 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-kóreskir tölvuþrjótar stálu mörg hundruð milljónum dollara á síðasta ári. Peningarnir voru notaðir til að fjármagna kjarnorkuvopnaáætlun landsins og smíði langdrægra eldflauga en það er skýrt brot á alþjóðalögum. Þetta kemur fram í nýrri leynilegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að í skýrslunni séu Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og stjórn hans sökuð um að reka tölvuhernað gegn fjármálastofnunum til að greiða fyrir vopn og halda bágbornu efnahagslífi landsins á floti. Í einu aðildarríki SÞ tókst tölvuþrjótum einræðisstjórnarinnar að stela 316 milljónum dollara frá 2019 til 2020 eftir því sem segir í skýrslunni.

Í skýrslunni kemur einnig fram að einræðisstjórnin framleiði nauðsynlegan búnað fyrir kjarnorkuvopn sín og langdrægar eldflaugar og reyni að komast yfir efni og nauðsynlega tækni erlendis.

Það var sérfræðinganefnd SÞ um málefni Norður-Kóreu sem gerði skýrsluna en nefndin fylgist með áhrifum og framkvæmd þeirra viðskiptaþvingana sem Norður-Kórea er beitt vegna kjarnorkuvopnaáætlunar landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig