fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

Traust Svía á stjórnvöldum hefur snarminnkað í faraldrinum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 07:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbrögð og aðgerðir yfirvalda við heimsfaraldri kórónuveirunnar hafa valdið því að traust sænsks almennings í garð Stefan Löfven, forsætisráðherra, ríkisstjórnar hans og yfirvalda almennt hefur snarminnkað.

Í nágrannaríkjum Svíþjóðar hefur verið gripið til umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða til að halda aftur af útbreiðslu kórónuveirunnar en Svíar hafa farið sínar eigin leiðir og ekki gripið til harðra sóttvarnaaðgerða. En eftir því sem dánartölurnar, af völdum COVID-19, hafa hækkað hefur traust almennings í garð yfirvalda minnkað.

Nú hafa um 12.000 Svíar látist af völdum veirunnar. Í nýrri skoðanakönnun sem Dagens Nyheter og Ipsos gerðu kemur fram að aðeins 26% Svía telja að ríkisstjórn Löfven og yfirvöld hafi brugðist rétt við heimsfaraldrinum. Í desember var hlutfallið 34%.

Þeim sem finnst að Löfven standi sig almennt vel hefur einnig fækkað mikið síðan í maí eða um helming. 37% telja hann beinlínis hafa staðið sig illa. Niðurstöður könnunar sem Sænska ríkisútvarpið og Novus gerðu sýna að 43% bera lítið eða mjög lítið traust í garð Löfven.

Jótlandspósturinn hefur eftir Drude Dahlerup, prófessor í stjórnmálafræði við Stokkhólmsháskóla og Háskólann í Hróarskeldu, að það sé enginn vafi á því að kjósendur séu að refsa Löfven og yfirvöldum fyrir viðbrögðin við heimsfaraldrinum.

Hans Mouritzen, hjá Dansk Institut for International Studier, sem er sérfræðingur í sænskum stjórnmálum sagði að það hjálpi sænskum yfirvöldum ekki að nágrannaríkin hafi gripið til gjörólíkra aðgerða en þau sænsku. Fólk beri Svíþjóð saman við hin Norðurlöndin þar sem miklu færri hafa látist. Löfven hafi getað ýtt ábyrgðinni að hluta yfir á heilbrigðisyfirvöld en ekki öllu. Hann sagði að umsvif glæpagengja í landinu komi einnig við sögu varðandi vantraust almennings í garð Löfven.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?
Pressan
Í gær

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump fór yfir um þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hann – „Terry, þú mátt ekki gera svona“

Trump fór yfir um þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hann – „Terry, þú mátt ekki gera svona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullt andlát glæpasagnahöfundar

Dularfullt andlát glæpasagnahöfundar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“