fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Tveir skotnir í Kaupmannahöfn í nótt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 05:54

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan eitt í nótt var lögreglunni í Kaupmannahöfn tilkynnt um skotárás við Hækmosen og Krebsdammen í Herlev. Þar höfðu tveir aðilar verið skotnir. Þetta er fjórða skotárásin í Kaupmannahöfn síðan á fimmtudaginn. Talið er líklegt að þær tengist allar átökum glæpagengja.

Lögreglan hefur ekki enn skýrt frá kyni og aldri þeirra sem voru skotnir í nótt né alvarleika meiðsla þeirra. Hún hefur heldur ekki skýrt frá því hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins.

Eksta Bladet segir að umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafi staðið yfir á vettvangi í alla nótt sem og á nærliggjandi svæðum.

Lögreglan hefur biðlað til þeirra sem geta veitt upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna.

Á fimmtudaginn var maður á þrítugsaldri skotinn til bana á Norðurbrú. Á föstudaginn var 17 ára búlgarskur pilturinn skotinn til bana inni á rakarastofu í Rødovre. Þar særðust 15 ára piltur og 28 ára karlmaður einnig. Á laugardaginn særðist 39 ára maður alvarlega þegar hann var skotinn þar sem hann var á vatnspípukaffihúsi á mörkum Norðurbrúar og Friðriksbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali
Pressan
Fyrir 4 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 1 viku

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum