fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Pressan

Boðaði 900 starfsmenn sína á Zoomfund – Síðan lét hann það vaða – Myndband

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 07:03

Vishal Garg á fundinum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudag í síðustu viku boðaði Vishal Garg, forstjóri bandaríska fjármálafyrirtækisins Better.com, rúmlega 900 starfsmenn fyrirtækisins á Zoomfund. Hann hafði engin góð tíðindi að færa.

„Ef þú ert með á þessum fundi þá ert þú hluti af óheppnum hóp sem er hér með rekinn,“ sagði hann og hafði ekki mikið meira að segja annað en að færa fram smá útskýringar fyrir uppsögnunum.

Málið hefur vakið mikla athygli og verið mikið rætt á samfélagsmiðlum og víðar síðustu daga en mörgum þykir aðferðin, sem Garg beitti, skammarleg og ónærgætinn og þá ekki síst í aðdraganda jóla. BBC segir í umfjöllun sinni að meðal annars hafi aðferð Gard verið sögð „hræðileg“, „köld“ og „hrottaleg“.

Upptaka af fundinum hefur verið birt á YouTube en hana er hægt að sjá hér fyrir neðan.

„Þegar ég gerði þetta síðast, grét ég. Ég vildi óska að fréttirnar væru aðrar. Ég vildi óska að fyrirtækið blómstraði,“ sagði Garg meðal annars á fundinum. Hann sagði einnig að ástæðurnar fyrir uppsögnunum séu frammistaða starfsmanna (væntanlega skortur á góðri frammistöðu), framleiðni og breytingar á markaði. Þessir 900 starfsmenn eru um 15% af heildarstarfsmannafjölda fyrirtækisins.

BBC segir að í síðustu viku hafi fyrirtækið fengið 750 milljóna dollara frá fjárfestum.

Tímaritið Fortune segir að eftir fundinn hafi Garg ráðist að starfsmönnunum, sem hann rak, í fjölda bloggfærslna sem hann skrifaði án þess að setja nafn sitt við þær. Hann sakaði marga um að hafa stolið frá fyrirtækinu og viðskiptavinum með því að skila ekki nema tveggja klukkustunda vinnu daglega.

Stjórnunarstíll hans var harðlega gagnrýndur á síðasta ári eftir að Forbes birti tölvupóst sem Garg hafði sent starfsfólkinu en í honum stóð meðal annars: „Þið vinnið svo helvíti hægt. Þið eruð hópur heimskra höfrunga. Hættið þessu. Hættið þessu. Hættið þessu strax. Ég skammast mín fyrir ykkur.

Markmið Better.com, eftir því sem segir á heimasíðu fyrirtækisins, er að gera fasteignakaup „auðveldari og skilvirkari“ en fyrirtækið er metið á um 6 milljarða dollar.

Í kjölfar frétta af málinu hafa fjölmiðlar kafað ofan í fortíð Garg og komist að því að hann á sér langa sögu um slæma framkomu við starfsfólk sitt og hafi tengst fjölda fjársvika mála á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 1 viku

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið