fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Andstæðingur bólusetninga stærði sig af að vera „drepsóttar dreifari“ – Nú hefur COVID-19 lagt hann að velli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 06:01

Maruizio Buratti. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega 10 ára var Maruizio Buratti nánast fastur viðmælandi þáttastjórnanda á ítölsku Zanzaraútvarpsstöðinni. Hann var einarður andstæðingur bólusetninga og stærði sig af að hafa farið grímulaus í stórmarkaði þegar hann var með 38 stiga hita.

Buratti átti sér marga aðdáendur og má segja að ákveðinn „söfnuður“ hafi myndast í kringum hann í tengslum við reglulegar innhringingar hans í vinsælan útvarpsþátt. Hann var þekktur undir nafninu Mauro frá Mantua.

Í útvarpsþáttunum stærði hann sig af að vera „drepsóttar dreifari“ eftir að hafa vísvitandi farið grímulaus í stórmarkað þegar hann var veikur með 38 stiga hita. Þetta gerði hann aðeins nokkrum dögum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19.

Hann sagðist vera að „verja stjórnarskránna“ með því að hunsa leiðbeiningar og fyrirmæli um sóttvarnir. Hann neitaði einnig að fara í sýnatöku því hann taldi að sýnatökupinnarnir bæru kórónuveiruna með sér.

Buratti var lagður inn á sjúkrahús þungt haldinn af COVID-19. Hann lá á gjörgæsludeild í 22 daga áður en hann lést á mánudaginn.

Auk þess að vera andstæðingur bólusetninga var hann iðinn við að dreifa samsæriskenningum um gyðinga og neitaði ítrekað að viðurkenna að COVID-19 væri til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“