fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Yfirmenn hjá Pfizer með spá um framtíð kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 06:59

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn eitt afbrigði kórónuveirunnar. Enn ein smitbylgjan. Enn einu sinni er gripið til sóttvarnaaðgerða. Flestir kannast nú orðið við atburðarás á borð við þessa og flestir eru orðnir ansi þreyttir á veirunni og heimsfaraldrinum og spyrja sig eflaust hvort og þá hvenær við náum hjarðónæmi.

Nú hafa yfirmenn hjá bóluefnaframleiðandanum Pfizer sett fram spá um þróun faraldursins og hvað bíður okkar.

Þeir telja að 2024 verði COVID-19 orðið að sjúkdómi sem hverfur ekki en við lifum með. Hann muni spretta upp öðru hvoru á ákveðnum svæðum og það verði hægt að bólusetja fólk gegn honum. Í stuttu máli sagt, eins og venjuleg inflúensa.

„Við telum að COVID muni breytast í landlægan sjúkdóm, hugsanlega 2024,“ sagði Nanette Cocero, stjórnarformaður Pfizer Vaccines, í samtali við CNBC. Hún benti á að þegar ónæmi hefur náðst með bólusetningum og fyrri smitum verði veiran landlæg en ónæmið muni halda aftur af útbreiðslu hennar, innlögnum og andlátum.

Mikael Dolsten, sem einnig er yfirmaður hjá Pfizer, sagði að það væru mörg atriði sem koma við sögu hvað varðar að veiran verði landlæg. „Hvenær og hvernig það gerist tengist þróun sjúkdómsins, hversu mikil bóluefnanotkunin er sem og læknismeðferð og dreifing bóluefna til svæða þar sem bólusetningarhlutfallið er lágt. Einnig geta ný afbrigði haft áhrif á hvernig heimsfaraldurinn þróast,“ sagði hann og bætti við að ekki væri víst að öll lönd nái því samtímis að faraldurinn verði landlægur. „Það lítur út fyrir að á sumum svæðum breytist heimsfaraldurinn í svæðisbundinn faraldur en á öðrum svæðum mun halda áfram á stigi heimsfaraldurs,“ sagði hann í samtali við CNBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma