fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Þú verður að vinna í lottói til að fá að fara í gönguferð í þjóðgarðinum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. desember 2021 12:00

Frá Zionþjóðgarðinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki öllum sem finnst gaman að fara í gönguferðir en þær eru samt sem áður eitthvað sem flestir geta stundað. En ef þig langar í göngurferð í Zionþjóðgarðinum í Utah í Bandaríkjunum þá verður þú að vinna í lottói til að mega það.

Þjóðgarðsyfirvöld hafa tilkynnt að frá 1. apríl á næsta ári þurfi sérstakt leyfi til að mega ganga hina vinsælu gönguleið Angels Landing. CNN skýrir frá þessu.

„Angels Landind er ein þekktasta gönguleiðin í Zionþjóðgarðinum og það er réttlæti fyrir alla ef leyfi verða gefin út. Þetta kerfi, sem við höfum þróað, mun draga úr þrengslum á stígnum, takast á við öryggisvandamál og gera fólki auðveldar fyrir við að skipuleggja ferðir sínar,“ sagði Jeff Bradybaugh, hjá þjóðgarðinum.

Angels Landing eru um eins og hálfs kílómetra háir klettar í þjóðgarðinum. Stígur liggur um klettana en hann liggur upp á toppinn en þar er glæsilegt útsýni yfir Zion Canyon.

Stígurinn er að öllu jöfnu mjög vinsæll og á köflum hafa of margir verið á honum í einu. Það er ástæðan fyrir því að framvegis verður einhverskonar lottó viðhaft til að ákveða hverjir fá að ganga stíginn. Áhugasamir verða að skrá sig á vefsíðunni recreation.gov og greiða sex dollara fyrir að taka þátt í lottóinu. Skráning og greiðsla tryggir sem sagt ekki aðgang að stígnum, það verður að treysta á heppnina. Heppnir vinningshafar verða að greiða þrjá dollara til viðbótar til að fá miða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Í gær

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi