fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Ekki nóg að bólusetja fólk til að stöðva Ómíkron

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 08:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar veldur „alvarlegum áhyggjum“ því það dreifist hratt og leggst einnig á fólk sem hefur lokið bólusetningu. Til að stöðva útbreiðslu afbrigðisins er ekki nóg að bólusetja fólk. Þetta segir í nýrri áhættugreiningu Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar (ECDC).

Andrea Ammon, forstjóri ECDC, sagði að nauðsynlegt væri að grípa til harðra aðgerða. „Miðað við núverandi ástand dugir bólusetning ein og sér ekki til að koma í veg fyrir áhrif Ómíkron á faraldurinn því það er ekki tími til að gera neitt varðandi það bólusetningargat sem er enn til staðar,“ segir hún í fréttatilkynningu. 66,8% íbúa í ESB-ríkjunum auk Íslands, Noregs og Liechtenstein hafa lokið bólusetningu.

ECDC hækkaði í gær áhættumat Ómíkron og setti það í „mjög hátt“.

Ammon segir að auk þess að bólusetja eins marga og hægt er eins fljótt og hægt er þá þurfi að grípa til margra af þeim sóttvarnaaðgerðum sem voru notaðar síðasta vetur til að stöðva faraldurinn. Þar á hún meðal annars við notkun andlitsgríma, heimavinnu, að fólk forðist að vera í stórum hópum og gæti vel að handþvotti og noti handspritt.

„Það liggur á að grípa til harðra aðgerða sem geta dregið úr smitum og létt því mikla álagi sem er á heilbrigðiskerfinu og veitt viðkvæmustu hópunum vernd næstu mánuði,“ segir hún í fréttatilkynningunni og vísar til þess að margar spár gera ráð fyrri að Ómíkron sé að verða ráðandi í mörgum löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf