fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fundu lík tveggja COVID-19-sjúklinga – Létust fyrir 15 mánuðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi fundust lík tveggja COVID-19-sjúklinga í líkhúsi ESIC Rajajinagar sjúkrahússins í Bengaluru á Indlandi. Líkin fundust þegar líkhúsið var þrifið. Þau höfðu gleymst í kælinum að sögn lögreglunnar.

The Independent skýrir frá þessu. Líkin voru í innsigluðum pokum sem voru merktir sérstaklega þannig að ekki færi á milli mála að lík COVID-19-sjúklinga væru í þeim. Þetta voru lík Durga Smithra, 40 ára konu, og N L Muniraju, 67 ára karlmanns.

Þau létust bæði í fyrstu bylgju faraldursins í byrjun júlí 2020, þremur dögum eftir að þau voru lögð inn á sjúkrahús.

Talsmaður lögreglunnar sagði að hringt hafi verið frá sjúkrahúsinu síðasta laugardag og skýrt frá því að ræstitæknar hefðu fundið tvö lík í líkhúsinu sem var lokað í desember á síðasta ári þegar nýtt var tekið í notkun. Hræðilegan óþef lagði frá sumum kælihólfunum og þegar ræstitæknarnir opnuðu þau fundu þeir líkin tvö að sögn talsmannsins.

Ættingjar voru fengnir til að bera kennsl á líkin og þau voru send í krufningu og síðan afhent fjölskyldum hinna látnu.

Ættingjar þeirra segja að það hafi verið mikið áfall þegar lögreglan bað þá um að koma og bera kennsl á líkin, 15 mánuðum eftir að þeim var skýrt frá andláti þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf