fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Ný rannsókn á lyfi gegn COVID-19 vekur athygli – „Niðurstaða sem skiptir máli“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 06:59

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem voru birtar í vísindaritinu The Lancet þann 27. október, hafa vakið athygli vísindamanna. Rannsóknin beindist að notkun þunglyndislyfsins Fluvoxamin gegn COVID-19.

Niðurstöðurnar sýna að þegar sýktum óbólusettum einstaklingum, með undirliggjandi sjúkdóma á borð við sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdóma, var gefið lyfið fækkaði sjúkrahúsinnlögnum þessa hóps um 33%. Það er athyglisverð niðurstaða því þessi hópur er í aukinni hættu á alvarlegum veikindum af völdum COVID-19 vegna undirliggjandi sjúkdómanna.

Ekstra Bladet hefur eftir Lars Bjerrum, lækni og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, að niðurstöðurnar marki tímamót. „Það er mikið að innlögnum fækki um 33%. Þetta er svo sannarlega niðurstaða sem skiptir máli,“ sagði hann.

Hann benti á að þetta sé mjög athyglisvert fyrir öll þau lönd þar sem bóluefni gegn veirunni eru ekki í boði. Þetta geti skipt sköpum þar því langt sé í að hægt verði að bólusetja alla gegn veirunni og þá sé gott að hafa möguleika á að fækka innlögnum um 33%. Þess utan sé lyfið ódýrt.

Rannsóknin náði ekki til áhrifa lyfsins á bólusett fólk en Bjerrum sagði að nú muni hann setja sig í samband við samstarfsfólk sitt um allan heim og að áhrif lyfsins á bólusett fólk verði rannsökuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“