fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

„Líklega verða allir bólusettir, búnir að ná sér eftir smit eða dánir við vetrarlok“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 07:01

Grímuskyldu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar geisar af miklum krafti í Evrópu og víða í álfunni hafa yfirvöld þurft að herða sóttvarnaaðgerðir að undanförnu. Staðan er mjög slæm í Þýskalandi en fjórða bylgja faraldursins geisar þar af miklum krafti og tugir þúsunda greinast með veiruna daglega og mörg hundruð látast af völdum COVID-19.

Í gær greindust tæplega 48.000 með veiruna og 307 létust af völdum COVID-19. Þýsk yfirvöld hafa biðlað til fólks um að láta bólusetja sig. Í sambandsríkjunum sextán er nú reynt að rjúfa smitkeðjurnar með því að bjóða fólki upp á örvunarskammt af bóluefni, þriðja skammtinn, og með því að herða sóttvarnaaðgerðir og með því að biðla til óbólusettra um að láta bólusetja sig.

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra, sagði á fréttamannafundi í gær að allir þeir sem geta verndað sjálfa sig með því að láta bólusetja sig eigi að gera það, að öðrum kosti muni það hafa alvarlegar afleiðingar.

„Líklega munu allir í Þýskalandi, þetta segi ég með ákveðinni kaldhæðni, vera bólusettir, búnir að ná sér eftir smit eða dánir við vetrarlok,“ sagði hann á fundinum að sögn Der Spiegel.

Hann sagði einnig að yfirvöld muni reyna að beina athygli þeirra, sem þiggja örvunarskammt, að bóluefninu frá Moderna. Ástæðan er meðal annars að Þjóðverjar eiga á hættu að brenna inni með um 16 milljónir skammta af bóluefninu frá Moderna en það rennur út á fyrsta ársfjórðungi 2022.

„Það skiptir miklu máli en er ekki afgerandi. Það sem er afgerandi er að birgðir okkar af Pfizer/BioNTech ganga hratt til þurrðar og frá og með næstu viku getum við ekki gefið meira en tvær til þrjár milljónir skammta af því á viku,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að sú sannfæring margra Þjóðverja að bóluefnið frá Pfizer/BioNTech sé betra en önnur sé byggð á misskilningi um áhrif hinna einstöku bóluefna. „Ef Pfizer/BioNTech er svar bóluefnanna við Mercedes þá er Moderna Rolls-Royce,“ sagði hann.

Um 68% Þjóðverja hafa lokið bólusetningu en það er töluvert lægra hlutfall en í flestum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu. Mikill munur er á milli sambandsríkjanna og má þar nefna að í Bremen hafa 79,6% lokið bólusetningu en i Sachsen er hlutfallið aðeins 57,7%. 7% þjóðarinnar hafa fengið örvunarskammt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði