fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fuglaflensa breiðist hratt út í Evrópu og Asíu – Getur borist í fólk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 06:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu dögum hefur verið tilkynnt um nokkur tilfelli fuglaflensu í Evrópu og Asíu að sögn Alþjóðadýraheilbrigðismálastofnunarinnar OIE. Segir stofnunin að þetta sé skýrt merki um að veiran, sem veldur flensunni, sé í sókn á nýjan leik.

Smitin hafa valdið því að alifuglaræktendur eru á tánum en fyrri faraldrar hafa komið illa við þá því lóga hefur þurft milljónum fugla.

Sérfræðingar hafa vakið athygli á að veiran getur borist úr fuglum í fólk en í Kína hefur verið tilkynnt um rúmlega 20 slík tilfelli. Veiran heitir H5N6 og hefur hún nú borist í fleira fólk á þessu ári en á öllu síðasta ári.

Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa skýrt frá faraldri á alifuglabúi í Chungcheongbuk-do og var öllum 770.000 fuglunum í búinu lógað vegna þess.

Smit hafa einnig greinst í búi í norðurhluta Japans og var öllum fuglunum þar lógað. Í Noregi þurfti að lóga 7.000 fuglum eftir að smit greindist í Rogalandi.

Fuglaflensa er til staðar í villtum fuglum en þegar þeir flytja sig á milli staða á veturna getur veiran borist frá þeim í alifugla og aðra fugla sem lifa ekki frjálsir í náttúrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp