fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Kókaín að verðmæti 6 milljarða falið í laukpokum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 15:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn fundu breskir tollverðir 418 kíló af kókaíni í sendingu af laukhringjum sem kom frá Frakklandi. Söluverðmæti eiturlyfsins er sem svarar til um 6 milljarða íslenskra króna. Þrítugur maður, Piotr Perzenowski, var handtekinn vegna málsins.

CNN segir að fíkniefnin hafi fundist við leit í farmi af laukhringjum sem var að koma frá Coquelles í Frakklandi.

Perzenowski var færður fyrir dómara á laugardaginn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann á að koma aftur fyrir dómara 13. desember.

Mark Howes, deildarstjóri hjá National Crime Agency, sagði að í málinu hafi mjög mikið af fíkniefnum verið haldlagt áður en tókst að koma þeim á markaðinn. CNN hefur einnig eftir honum að haldlagningin komi í veg fyrir að glæpahópar hagnist mikið og það sé þungt högg fyrir þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök