fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Eftir 41 árs bið fékk fjölskyldan loks staðfestingu á því sem hún hafði óttast öll þessi ár

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 07:00

Sherri Ann Jarvis. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. október 1980 sást til ferða ungrar stúlku við þjóðvegasjoppu eina í Texas. Hún spurði, að sögn vitna, um hvernig hún kæmist til Texas Department of Correcitons Ellis Prison Farm. Daginn eftir fannst stúlkan látin við þjóðveg 45 í Huntsville í Texas. Henni hafði verið nauðgað, hún kyrkt og líkið skilið eftir nakið í vegkantinum.

Í 41 ár var ekki vitað af hvaða stúlku líkið var og gekk hún undir heitinu „Jane Doe“ en það heiti sem er notað yfir látnar konur sem yfirvöld vita ekki deili á. En nú hafa yfirvöld loksins borið kennsl á líkið. Það er af Sherri Ann Jarvis frá Stillwater í Minnesota. Hún var 14 ára þegar hún var myrt.

Málið hafði verið sett til hliðar hjá lögreglunni en fyrir sex árum var Thomas Bean falið að rannsaka það á nýjan leik. Á síðasta ári voru gömul lífsýni, tengd málinu, send til rannsóknar hjá Othram rannsóknarstofunni. Niðurstaðan lá fyrir í mars á þessu ári. Með því að notast við ættfræðigagnagrunna tókst lögreglumönnum að rekja slóðina til sex manns sem tengjast Sherri beinum fjölskylduböndum.

Í yfirheyrslum yfir sexmenningunum kom fram að þegar Sherri var 13 ára hafi hún ekki mætt í skóla um langa hríð. Í kjölfarið var hún tekin úr umsjá foreldra sinna og komið fyrir á stofnun. Þaðan lét hún sig síðan hverfa og tilkynnti stofnunin um hvarf hennar.

Skömmu eftir að hún var tekin frá foreldrum sínum sendi hún þeim bréf þar sem hún sagðist ætla að koma aftur heim þegar hún losnaði af stofnuninni. En hún sneri aldrei aftur heim.

En enn er ekki vitað hver myrti Sherri. ABC 13 segir að lögreglan í Walker County vinni enn að rannsókn málsins.

Fox 8 birti yfirlýsingu frá fjölskyldu Sherri þar sem öllum þeim sem unnu að rannsókn málsins er þakkað fyrir. Einnig segir að Sherri hafi verið 13 ára þegar hún var tekin úr umsjá foreldra sinna og að þau hafi látist án þess að vita að lík hennar hafði fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Í gær

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns