fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Helmingur Breta veit ekki að 6 milljónir gyðinga voru myrtir í Helförinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 13:00

Fangar frelsaðir í Dachau útrýmingarbúðunum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt rúmlega helmingur Breta veit ekki að 6 milljónir gyðinga voru myrtar í Helförinni og fjórðungur telur að tvær milljónir eða færri hafi verið myrtar. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar.

Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að 67% svarenda töldu að bresk yfirvöld hafi tekið við öllum þeim gyðingum sem vildu koma til Bretlands eða hluta þeirra. Þetta er rangt því breska ríkisstjórnin lokaði algjörlega á gyðinga þegar síðari heimsstyrjöldin braust út.

The Guardian segir að þegar fólk var spurt um hina svokölluðu Kindertransport aðgerð hafi 76% ekki vitað hvað það var. Þetta var aðgerð á árunum 1938 til 1939 en með henni tókst að bjarga tæplega 10.000 gyðingabörnum undan nasistum og flytja þau til Bretlands.

Niðurstöður könnunarinnar sýndu einnig að 89% svarenda höfðu heyrt um Helförina og þrír fjórðu hlutar vissu að hún snerist um fjöldamorð á gyðingum. 57% sögðust telja að Bretum stæði almennt minna á sama um Helförina nú en áður og 56% sögðust telja að eitthvað á borð við Helförina geti átt sér stað aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“