fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Vísaði í þagnarskyldu presta og neitaði að tjá sig um hvarf Mariu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok október á síðasta ári hvarf Maria From Jakobsen frá heimili sínu á Sjálandi í Danmörku og þótti hvarf hennar mjög dularfullt. Óhætt er að segja að eiginmaður hennar, Thomas Gotthard, hafi ekki verið mjög hjálplegur við rannsókn málsins og vísaði í þagnarskyldu presta þegar lögreglan lagði spurningar fyrir hann en hann var starfandi sóknarprestur.

Gotthard var handtekinn, grunaður um að hafa myrt Mariu, en hann var ekki samvinnuþýður við lögregluna og vísaði hvað eftir annað í ákvæði um þagnarskyldu presta þegar spurningar voru lagðar fyrir hann.

Hann var dæmdur í 15 ára fangelsi í sumar fyrir morðið á eiginkonu sinni og móður tveggja af fjórum börnum hans.

Lokalavisen í Frederikssund hefur fengið aðgang að niðurstöðum geðrannsóknar á honum og þar kemur fram að hann hafi hvað eftir annað borið fyrir sig þagnarskyldu presta þegar lögreglan yfirheyrði hann.

Hann sagði lögreglunni að áður en Maria hvarf hafi hún átt samtal við hann sem prest en ekki sem eiginmann, þetta hafi verið djúpt samtal um tilveruna. Af þeim sökum gæti hann ekki tjáð sig um það og vísaði í þagnarskylduna sem kveður á um algjöra þagnarskyldu prests um það sem skjólstæðingar hans trúa honum fyrir.

En í raun var hann að nota þagnarskylduna til að leyna því að hann myrti Mariu. Að lokum gafst hann þó upp og í júní játaði hann að hafa myrt hana þann 26. október á síðasta ári eftir mikla undirbúningsvinnu. Næstu 12 daga reyndi hann að losa sig við líkið en á sama tíma lék hann örvinglaðan eiginmann sem saknaði eiginkonu sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“