fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

Norskir foreldrar standa fyrir „smitpartíum“ fyrir óbólusett börn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa haft veður af því að foreldrar skipuleggi „smitpartí“ fyrir óbólusett börn og ungmenni þar sem markmiðið er að láta sem flest smitast af kórónuveirunni. Þetta á við um börn allt niður í leikskólaaldur.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Benny Østerbye Hansen, yfirlækni í Gloppen, að þetta sé varhugavert. Það sem kom heilbrigðisyfirvöldum á sporði um þessi partí er að smitum hefur fjölgað mjög staðbundið undanfarinn mánuð.

Hansen benti á að partí af þessu tagi geti orðið til þess að svo margir smitist að ekki sé hægt að hafa skóla og leikskóla opna og að ekki verði hægt að tryggja að heilbrigðiskerfið ráði við álagið.

„Smitpartí“ eru ekki ný af nálinni hjá foreldrum leikskólabarna en þau hafa áður verið haldin til að reyna að láta börn smitast af öðrum síður alvarlegri sjúkdómum, til dæmis hlaupabólu. Norska landlæknisembættið hefur áður sagt að það sé í lagi að halda „smitpartí“ fyrir hlaupabólu en að halda slík partí í von um að börn smitist af rauðum hundum eða mislingum feli í sér mikla áhættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Í gær

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar