fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Vísindamenn afturkalla umdeilda rannsókn eftir mistök

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 17:31

Danskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega birtu vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla rannsókn þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að danska lögreglan beiti minnihlutahópa misrétti. En nú hafa vísindamennirnir neyðst til að draga rannsóknina til baka en hún hafði vakið upp miklar og heitar umræður í Danmörku.

Í fréttatilkynningu frá Kaupmannahafnarháskóla kemur fram að rannsóknin hafi verið dregin til baka vegna villu í henni. Í rannsókninni var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan kæri fólk úr minnihlutahópum oftar án þess að kærurnar endi með dómi og voru minnihlutahóparnir þá bornir saman við fólk af dönskum ættum.

Mikkel Jarls Christensen, einn af vísindamönnunum sem gerðu rannsóknina, segir að þeir hafi gert mistök við úrvinnslu gagna. Í fréttatilkynningunni er haft eftir honum að eftir að rannsóknin hafði verið ritrýnd og samþykkt til birtingar í vísindariti hafi vísindamennirnir áttað sig á villu við úrvinnslu gagna í upphafi rannsóknarinnar. Þetta séu tölur yfir ákærur og kærur, notast hafi verið við tölur um ákærur en ekki kærur en rannsóknin snýst um kærur. „Þrátt fyrir að kærur hafi eðli málsins samkvæmt áhrif á ákærur þá eru þær ekki sami hluturinn,“ er haft eftir honum.

Vísindamennirnir höfðu komist að þeirri niðurstöðu að 92% af öllum kærum á hendur Dönum enduðu með dómum en hjá til dæmis fólki af sómölskum uppruna væri hlutfallið 79%. En þessar tölur eru ekki réttar eins og nú liggur fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn