fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Beata hvarf fyrir tveimur vikum – Eiginmaðurinn handtekinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 07:00

Beata Ratzman. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tvær vikur hefur ekkert spurst til Beata Ratzman og umfangsmikil leit hefur staðið yfir henni í Oxie í Svíþjóð. Ekkert hefur fundist sem getur varpað ljósi á hvar hún er. Beata er 32 ára og á eitt barn. Eiginmaður hennar hefur verið handtekinn.

Aftonbladet segir að lögreglan hafi leitað með hundum, úr lofti, í vötnum og á landi og hafi fengið aðstoð frá samtökunum Missing People.

Blaðið segir að eiginmaður konunnar hafi verið handtekinn vegna hvarfs hennar en hún sást síðast 24. september. Hann er á fimmtugsaldri og er í gæsluvarðhaldi. Hann var handtekinn aðfaranótt 25. september níu klukkustundum eftir að síðast sást til Beata.

Beata, sem er frá Póllandi, sótti um skilnað frá honum í ágúst og fullt forræði yfir barni þeirra. Skömmu síðar kærði hún hann fyrir ofbeldi og hótanir sem áttu sér stað á árunum frá 2016 til 2021. Tveimur vikum áður en hún hvarf fór hún fram á nálgunarbann en við því var ekki orðið.

Flestir ættingjar Beata búa í Póllandi en hún hefur búið í Svíþjóð í 9 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum